Meðferð

Markmið: Að bæta, viðhalda eða auka færni og lífsgæði sjúklingsins.  

Sjúkraþjálfarar starfa með öðrum heilbrigðisstéttum í meðferðarteymum þar sem litið er heildrænt á hvern einstakling og gerð meðferðaráætlun út frá greiningu vandamála, þörfum og væntingum hans. Í endurhæfingunni beita sjúkraþjálfarar mismunandi aðferðum í einstaklingsmeðferð og í hópum skv. ofanskráðu, auk þess sem fræðsla, og hvatning til breyttra  lífshátta eru stór þáttur í starfi sjúkraþjálfarans. Mikil áhersla er lögð á hvatningu og ráðgjöf varðandi hreyfingu og líkamsþjálfun að endurhæfingu lokinni, allt til að viðhalda markmiðum endurhæfingarinnar. Sjúkraþjálfarar sinna viðtölum á göngudeild fyrir og eftir endurhæfingu á Reykjalundi.

Fræðsla og hópar

 • Fysio Flow
 • Vatnsleikfimi
 • Gönguhópar
 • Háls- og herðahópur
 • Þrekþjálfun í hjólasal
 • Færniþjálfun
 • Jafnvægishópur
 • Líkamsvitund
 • Verkjaskóli
 • Geðheilsuskóli
 • Reyklaust líf
 • Vinna á rannsóknarstofu
 • Þátttaka í fræðslu á öllum meðferðasviðum