Hreyfiseðill

Hreyfiseðill er úrræði sem hefur verið í boði á Reykjalundi síðan haustið 2015. Tveir hreyfistjórar starfa á Reykjalundi og eru þeir menntaðir sjúkraþjálfarar.

Hreyfiseðill er að sænskri fyrirmynd og er stuðningur við einstakling sem ætlar sér að breyta hreyfivenjum sínum.

Einstaklingar fara í viðtal til hreyfistjóra þar sem farið er yfir hreyfisögu og tekin viðeigandi próf. Í sameiningu er sett upp einstaklingsmiðuð hreyfiáætlun. Hún getur verið allt frá því að ganga örstutt í einu upp í að fara í sund eða á líkamsræktarstöðina daglega. Hreyfiáætlanir eru mismunandi eftir sjúkdómsgreiningum og ástandi hvers og eins. Viðkomandi skráir sig inn í gegnum Heilsuveru með rafrænum skilríkjum og merkir við sig þar að hann hafi framfylgt þeirri hreyfiáætlun sem lagt var upp með. Markmiðið er að þetta sé einfalt úrræði sem styðji við hvern og einn að halda sinni hreyfiáætlun áfram.  Við útskrift af Reykjalundi fá skjólstæðingar oft hreyfiseðil.

Hreyfistjórar Reykjalundar eru Ásdís Guðjónsdóttir og Erla Ólafsdóttir.