Sjálfshjálp

Margir glíma við þunglyndi og kvíða á ýmsum stigum og allir kannast við að verða stundum daprir eða að kvíða fyrir erfiðum aðstæðum. Ef einkennin eru mjög alvarleg eða langvinn og eru farin að hafa víðtæk áhrif á daglegt líf þarf að leita aðstoðar fagfólks. Á fyrri stigum getur sjálfshjálparefni komið að góðu gagni og einnig til að viðhalda bata.

HAM bók og verkefnahefti
HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð

Reykjalundur gaf bókina út í sjöttu útgáfu árið 2010, til notkunar fyrir almenning og meðferðaraðila. Í ritstjórn voru þá Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur, Rósa María Guðmundsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Vera Siemsen hjúkrunarfræðingur og Þórunn Gunnarsdóttir iðjuþjálfi. Áður höfðu einnig verið í ritstjórn (2002-2008) Pétur Hauksson geðlæknir og Sylvía Ingibergsdóttir geðhjúkrunarfræðingur. Allir í ritstjórn voru á þeim tíma einnig starfandi HAM meðferðaraðilar á Reykjalundi. Árið 2011 var bókin sett inn á veraldarvefinn þar sem nálgast má án endurgjalds texta bókarinnar og verkefni svo sem virknitöflu, fimm þátta líkan og hugsanaskrá. Einnig er hægt að hlusta á bókina á vefnum eða hlaða niður hljóðskrá sem gerir efnið aðgengilega fyrir mun fleiri en áður m.a. þá sem eiga við lesblindu að stríða. Handbókin og verkefnahefti eru m.a. seldar í móttöku Reykjalundar, Bóksölu stúdenta HÍ og bókabúðum Eymundsson.


Núvitund

Núvitund getur komið af stað miklum breytingum í lífi fólks og líðan. Það er sjaldgæft að þess konar breytingar komi aðeins af því að lesa um hlutina, breytingarnar koma við að ástunda æfingarnar. Daglegar æfingar draga úr tilhneigingu til að grufla og hafa áhyggjur af öllu. Fólk fer að taka eftir litlum, fallegum hlutum í kringum sig, með áhuga og forvitni. Það lærir að bregðast á annan hátt við einstaklingum og atburðum í kringum sig. Þessi bók er aðallega byggð á bókunum Mindfulness Based Cognitive Therapy for Depression, önnur útgáfa eftir Mark Williams, John Teasdale, Zindel Segal og Jon Kabat-Zinn og The Mindful Way Workbook eftir Mark Williams, John Teasdale og Zindel Segal. Bókin skiptist í lesbók og verkefnabók ásamt aðgangi að núvitundaræfingum á heimasíðu. Hægt er að nota bókina á margan hátt, sem námsefni á núvitundarnámskeiði, í einstaklingsmeðferð eða sem sjálfshjálparefni. Höfundarnir Anna Kristín Þorsteinsdóttir, Jóhanna Kr. Steingrímsdóttir og Inga Hrefna Jónsdóttir fengu styrk frá Lýðheilsusjóði 2017 og 2018 til að vinna að þróun þessa efnis sem er að finna í bókinni og á heimasíðunni: fifill.is


Að takast á við kvíðaAð takast á við kvíða

Bókin Að takast á við kvíða (Controlling Anxiety) sem er eftir Melanie Fennell og Gillian Butler var þýdd, með leyfi höfunda, af sálfræðingunum Gunnhildi L. Marteinsdóttur, Ingu Hrefnu Jónsdóttur og Odda Erlingssyni. Bókin tilheyrir sjálfhjálparbókaflokk Oxford Cognitive Therapy Centre og byggir á hugrænni atferlismeðferð. Bókin er m.a. seld í móttöku Reykjalundar og Bóksölu stúdenta HÍ.

Betri sjálfsmyndBetri sjálfsmynd

Betri sjálfsmynd (Improving Self-Esteem) er bók sem byggir á hugrænni atferlismeðferð og er eftir L. Lim, L. Saulsman og P. Nathan hjá Centre for Clinical Interventions í Perth, Ástralíu. Bókin var gefin út af Reykjalundi árið 2011 í íslenskri þýðingu Þóru Hjartardóttur hjúkrunarfræðings og er seld í móttöku Reykjalundar.


Þekktu þitt magamálÞekktu þitt magamál

Bókin Þekktu þitt magamál: Þjálfun svengdarvitundar – Að hlusta á líkamann og vinna bug á ofáti, átröskun og óheilbrigðum matarvenjum er eftir Lindu W. Craighead og var gefin út af Skruddu árið 2012 í íslenskri þýðingu Helmu Rutar Einarsdóttur sálfræðings og Láru Björgvinsdóttur geðlæknis. Bókin er notuð í svengdarvitundarnámskeiðum á Reykjalundi og er seld í móttökunni en einnig í almennum bókabúðum.

Sjálfshjálparbæklingar byggðir á HAM

Á heimasíðu Félags um hugræna atferlismeðferð er meðal annars hægt að nálgast eftirfarandi HAM bæklinga