Sagan á Reykjalundi

FjölhæfnisprófÁrið 2000 var Inga Hrefna Jónsdóttir ráðin fyrsti forstöðusálfræðingur Reykjalundar en áður höfðu sálfræðingar komið ráðgefandi að sérstökum málum, aðallega Tryggvi Sigurðsson og Jónas G. Halldórsson hin síðari ár, frá því Gylfi Ásmundsson sálfræðingur sinnti Vinnuheimilinu að Reykjalundi í kringum 1970.

Fyrsta sálfræðiprófsmappanFyrstu þrjú árin var Inga Hrefna eini sálfræðingurinn á stofnuninni og sinnti mest sjúklingum í atvinnulegri endurhæfingu og á geð- og verkjasviði. Fleiri beiðnir fóru að berast frá öðrum sviðum s.s. næringarsviðinu og gigtarsviðinu og árið 2003 var Gunnhildur L. Marteinsdóttir sálfræðingur ráðin. Árið 2004 var fyrsti taugasálfræðingurinn ráðinn, fyrst Þuríður J. Jónsdóttir en fljótlega tók Smári Pálsson við af henni og í lok þess árs var Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur ráðinn í hálft starf á verkjasviðið.

Árið 2006 var Helma Rut Einarsdóttir sálfræðingur ráðin í hálft starf á næringar- og offitusviðið, starfshlutfallið var aukið í 70% í byrjun árs 2012, 80% frá 2015 og 90% frá 2019. MMPI frá 1966Árið 2007 leysti Eggert S. Birgisson sálfræðingur Gunnhildi af í eitt ár. Árið 2009 -2010 voru tveir sálfræðingar ráðnir á taugasviðið tímabundið í tengslum við heilaskaðaverkefni en það voru Vin Þorsteinsdóttir og Drífa Harðardóttir, Ingþór Bjarnason leysti Drífu af um tíma. Árið 2010 var Elín Jónasdóttir sálfræðingur ráðin í hálft starf tímabundið í 6 mánuði á geðsviðið. 

Árið 2011 var Drífa Harðardóttir aftur ráðin í hálft starf á taugasviðið og leysti Sigurður Viðar hana af um tíma. Árið 2012 var Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur ráðin og sinnti aðallega lungnasviði og geðsviði til að byrja með en frá 2013, lungnasviði og hjartasviði. Um mitt árið 2012 var Claudia Georgsdóttir taugasálfræðingur ráðin á taugasvið, fyrst í hlutastarf en í fullt starf um mitt ár 2013 Gamalt umslagen beiðnir um taugasálfræðilegt mat koma frá öllum teymum Reykjalundar. Haustið 2013 var Ella Björt Teague sálfræðingur ráðin til starfa til að sinna taugasálfræði og klínískri vinnu á taugsviði og geðheilsusviði. Klara Bragadóttir og Tinna Jóhönnudóttir leystu Ellu Björt af í sjö mánuði 2014-2015.

Árið 2014 störfuðu sjö sálfræðingar á Reykjalundi í sex stöðugildum og skiptu sér niður á öll teymin. 

Lilja Sif Þorsteinsdóttir hætti störfum á Reykjalundi árið 2015 en kom inn aftur í afleysingu á verkjasviði í sex vikur 2018. Jórunn Edda Óskarsdóttir sálfræðingur var ráðin í 80% starf 2017 og var fyrst á tauga- og geðheilsusviði en síðan eingöngu á geðheilsusviði. Klara Bragadóttir og Smári Pálsson leystu Ellu Björt af í tíu mánuði árið 2018. Þau voru síðan ráðin áfram í tengslum við aukna þjónustu við fólk með heilaskaða. Claudia Ósk H. Georgsdóttir lét af störfum 1. apríl 2020 sökum aldurs.

Árið 2020 störfuðu eftirtaldir níu sálfræðingar á Reykjalundi í 6,9 stöðugildum sem dreifðust á öll svið Reykjalundar:

  • Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði – allt húsið
  • Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur - taugasvið
  • Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði – gigtarsvið, starfsendurhæfing og greiningarteymi
  • Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði  - efnaskipta- og offitusvið
  • Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði – forstöðusálfræðingur – hjartasvið og lungnasvið
  • Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur - geðheilsusvið
  • Klara Bragadóttir, sálfræðingur - taugasvið
  • Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði  - verkjasvið
  • Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði - taugasvið