Sálfræðiþjónusta

Grundvöllur sálfræðinnar er rannsóknarstarf, bæði grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir og er sálfræðin ein af vaxandi vísindagreinum samtímans. Undir rannsóknarsvið greinarinnar falla m.a. hegðun og tilfinningar, eðlilegur þroski og þroskafrávik, vitsmunastarfsemi, skynjun og áhrif umhverfis. Rannsóknir á árangri sálfræðimeðferða eru einnig algengt viðfangsefni.

VerkefniSálfræðin er hagnýtt á margan hátt s.s. í meðferð eða endurhæfingu fólks með geðrænan vanda, fatlanir og ýmsan heilsuvanda, við greiningu, í ráðgjöf, stjórnun, þjálfun, í hönnun tækja og mannvirkja, við skipulag vinnuumhverfis og lausn vandamála á vinnustað, í auglýsingaiðnaði, uppeldi og kennslu.

Endurhæfingarsálfræði er víða skilgreind sem sér fræðasvið innan sálfræðinnar og er til dæmis sér deild í ameríska sálfræðingafélaginu þar sem áherslan er á „rannsóknir og nýtingu sálfræðilegrar þekkingar og færni í þágu einstaklinga með fatlanir og langvinn heilsuvandamál með það að markmiði að bæta heilsu og velferð, auka sjálfstæði og val, færni og þátttöku í þjóðfélaginu allt lífið“.

Sálfræði er vísindagrein þar sem lögð er áhersla á að skilja mannlega hegðun, hugsun og tilfnningar og tekur með einhverjum hætti til flestra hugsanlegra sviða mannlegs lífs allt frá vöggu til grafar.