Næringarráðgjöf

Næringarfræðin er ung heilbrigðisvísindagrein sem byggir á raunvísindum, líf og heilbrigðisvísindum og veitir innsýn í félagsvísindi, markaðsfræði og upplýsingatækni.

Næringarfræðin fjallar um líffræði mannsins. Um næringarefnin og hlutverk þeirra, næringarþörf heilbrigðra og sjúkra. Fræðigreinin fjallar um næringarþörf á ýmsum æviskeiðum, í þróuðum og þróunarlöndum. Fræðigreinin fjallar einnig um hollustu eða óhollustu fæðutegunda og fæðutengdra efna og hvernig aðstæður, erfðir og einstaklingurinn sjálfur hafa áhrif á næringarnám og heilsu.

PannaNæringarfræðingur ber faglega ábyrgð, stuðlar að faglegri þróun og gæðaþróun í manneldismálum Reykjalundar. Hann vinnur náið með öðrum starfsmönnum Reykjalundar, hefur umsjón með næringarráðgjöf bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Veitir einstaklingsbundna næringarráðgjöf, starfar með hjarta-, manneldis-, næringar- og offituteymi Reykjalundar og er mötuneyti til ráðgjafar og stuðnings.

Fyrsti næringarfræðingurinn var fastráðinn í 50% stöðu á Reykjalund í janúar 2007 sem var svo aukið í 100% starf árið 2010. Fram að þeim tíma hafði þjónusta næringarfræðinga verið aðkeypt frá árinu 1996, fyrst frá Næringarsetrinu og síðan með verktakasamningi við næringarfræðing.