Skipulag meðferðar
Fyrsta viðkoma
Eftir að beiðni hefur verið samþykkt er skjólstæðingur boðaður í viðtal í Innskriftarmiðstöð Reykjalundar. Gagnasöfnun allra skjólstæðinga sem koma til meðferðar á Reykjalundi.
Matsviðtal
Læknir og hjúkrunarfræðingur hitta skjólstæðing. Spurningalistar eru þá sendir einstaklingi til útfyllingar, gerðar eru líkamsmælingar og leiðni mælingar til að meta fituprósentu og grunnefnaskiptahraða.
Matsvika – göngudeildarmeðferð
Eftir matsviðtal hefst meðferð ef talin viðeigandi og er einstaklingur fljótlega boðaður í Matsviku sem er hópmeðferð. Þá er boðið uppá ýmis konar fræðslu, hreyfingu, svengdarvitundar námskeið, markmið sett og næstu skref meðferðar kortlögð. Eftir það tekur við göngudeildarmeðferð sem er einstaklingsmeðferð í formi viðtala (ásamt HAM námskeiðum ef við á) þar sem unnið er með næringu, hreyfingu, virkni, félagslega og andlega þætti. Göngudeildarmeðferð er mislöng eftir einstaklingum þangað til dagdeildarmeðferð tekur við.
Dagdeildarmeðferð
Dagdeildarmeðferðin fellst í 4 vikna meðferð allan daginn. Til boða stendur að taka þessar 4 vikur ekki allar í einu heldur dreifa þeim sem best hentar hverjum og einum skjólstæðing. Einstaklingum utan höfuðborgarsvæðisins býðst gisting á vægu verði á meðan á meðferð stendur.
Skilyrði fyrir dagdeildarmeðferð er að skjólstæðingur hafi sýnt að hann sé tilbúinn til að vinna að nauðsynlegum lífsháttabreytingum og hafi náð að festa í sessi hjálplegar venjur og einnig að hreyfing sé reglubundin. Dagdeildarmeðferð er skjólstæðingum að kostnaðarlausu en greiða þarf fyrir göngudeildarmeðferð.
Eftirfylgd
Við lok 4 vikna meðferðar eru fjórar hálfs dags endurkomur á föstudegi. Tilgangurinn er að veita áframhaldandi stuðning og fylgjast með árangri meðferðarinnar. Í þessum endurkomum er boðið upp á fræðslu ásamt hreyfingu og viðtöl ef svo ber undir. Lögð er rík áhersla á mætingu og ef um forföll er að ræða fær viðkomandi bókaðan nýjan tíma. Göngudeildarstuðningur stendur einnig til boða fram að endanlegri útskrift.
Magahjáveitu-/magaermisaðgerðir
Það er metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort einstaklingur uppfylli skilyrði fyrir að gangast undir slíka aðgerð og á hvaða stigi meðferðar beiðni er send Landspítala. Einstaklingi er fylgt eftir á Reykjalundi þar til að aðgerð kemur.