Markmið

Markmið iðjuþjálfunar á Reykjalundi
Kona við tölvu
 • að stuðla að auknu jafnvægi í daglegu lífi
 • samþætta eigin umsjá, vinnu, tómstundir og hvíld
 • að stuðla að sjálfstæðu og innihaldsríku líf
 • efla/viðhalda færni við daglega iðju

Meðal þess sem í boði er í iðjuþjálfun á Reykjalundi er verkjaskóli, námskeið um streitustjórnun, kennsla í orkusparnaði og vinnuhagræðingu, liðverndarfræðsla og slökun. Lögð er áhersla á að fólk læri að finna sín mörk og stefni að því jafnvægi í daglegu lífi sem bætir heilsu og eykur vellíðan. Ef færnivandi er til kominn vegna samspils einstaklings og umhverfis er farið heim eða á vinnustað skjólstæðings og kannað hvort þörf sé á breytingum eða hjálpartækjum. Þjálfunin felst meðal annars í að skjólstæðingurinn auki hæfni sína (styrk, liðleika, einbeitingu) og tileinki sér nýjar aðferðir við að fást við athafnir og verk sem hann þarf að sinna. Þannig getur hann orðið fær um að uppfylla hlutverk sín eða stunda áhugamál og tómstundaiðju eftir útskrift af Reykjalundi.

Hvað gera iðjuþjálfar?
 • Stuðla að aukinni þátttöku einstaklinga í samfélaginu
 • Meta færni við akstur og þörf fyrir hjálpartæki í bíla
 • Fræða skjólstæðinga með gigt um liðvernd og kenna liðkandi handaæfingar
 • Meta þörf fyrir hjálpartæki og þjálfa fólk í notkun þeirra
 • Veita ráðgjöf um mikilvægi réttrar líkamsbeitingar við vinnu
 • Finna hagkvæmar og góðar lausnir
 • Hjálpa fólki með geðraskanir að efla áhugahvöt sína og trú á eigin áhrifamátt

(Iðjuþjálfafélag Íslands)