Hollustufæði

Í endurhæfingu á Reykjalundi er lögð áhersla á grunnþætti heilbrigðra lífshátta. Þar skiptir heilsusamlegt mataræði gríðarlega miklu máli. Samkvæmt síðustu skýrslu WHO „Global Burden of Disease“ frá árinu 2012, voru „glötuð góð æviár“ Íslendinga tæp 68 þúsund talsins á árinu 2010, þar af var mataræðið stærsti þátturinn og olli tæplega 8000 „glötuðum góðum æviárum“(1).

Í eldhúsi Reykjalundar er eldað á heilsusamlegan máta. Máltíðir eru undantekningarlítið unnar frá grunni með fjölbreytnina í fyrirrúmi.

Stuðst er við almennar ráðleggingar Landlæknis.

  • Ferskur fiskur tvisvar sinnum í viku.
  • Mikið úrval af soðnu og fersku grænmeti að vali hvers og eins
  • Aðgengi að heilkornavörum, hnetum, fræjum og baunum
  • Viðbættur sykur er í algjöru lágmarki
  • Salt er takmarkað í matreiðslu
  • Lýsi er á boðstólnum í morgunverði
  • Boðið er uppá jurtaolíur sem dressingu

Viðmiðunardiskur er í boði í matsalnum fyrir þá sem vilja gæta að skammtastærðum matarins. Notalegt og nærandi umhverfi matsalarins leggur grunn að góðum árangri í meðferðinni á Reykjalundi. Eldhúsið er GÁMES vottað.

Greinar í SÍBS blaðinu: