Heilsuþjálfun

Heilsuþjálfun miðar að því að auka færni, kraft og úthald sjúklinga og stuðlar þannig að líkamlegri og andlegri uppbyggingu sjúklinga á Reykjalundi.

Heilsuþjálfarar eru lærðir íþróttakennarar, íþróttafræðingar og/eða íþróttalífeðlisfræðingar.

Heilsuþjálfarar sjá um leikfimi, göngur, sundkennslu og sundþjálfun. Þeir kenna stafgöngu, borðtennis, badminton og boccia. Þeir kynna almenningsíþróttir t.d. gönguskíði á veturna, golf og hjólreiðar á sumrin og taka þolpróf og gera fitumælingar. Heilsuþjálfarar bjóða reglulega upp á fjallgöngur og á sumrin hafa þeir umsjón með róðraþjálfun á Hafravatni.

Heilsuþjálfun er hluti af þeirri heildrænu meðferð sem sjúklingum stendur til boða á Reykjalundi og byggir á þverfaglegri nálgun.

Heilsuþjálfun var formlega sett á laggirnar á Reykjalundi 1.desember 1979 og átti þá rætur að rekja til reiðþjálfunar er hófst í byrjun áttunda áratugar. 

Veðrið er betra en þú heldur! Grein frá Hjalta Kristjánssyni heilsuþjálfara á Reykjalundi

Undirbúningur fyrir göngupróf

Mikilvægt er að koma vel undirbúinn fyrir göngupróf.

Undirbúningur fyrir göngupróf