Reyk- og vímuefnalaus stofnun

Reykjalundur er reyk- og vímuefnalaus stofnun. Hvorki er heimilt að neyta tóbaks, áfengis, né annarra vímuefna í húsum eða á lóð Reykjalundar. Sömu reglur gilda um rafsígarettur. Nær það til alls þess húsnæðis sem nýtt er fyrir starfsemina, lóðarinnar í kring og þess landsvæðis sem nýtt er fyrir göngur og aðra útivist.

Óheimilt er að koma á Reykjalund undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Brot á þessum reglum getur leitt til brottvísunar.

Líf án tóbaks er fræðslu- og stuðningsprógramm sem er hluti af þverfaglegri meðferð á Reykjalundi. Markmið er að hjálpa fólki að losna úr viðjum nikótínfíknar, stuðla að heilbrigðum lífsmáta og draga úr tóbaksneyslu í samfélaginu.

Reykjalundur hlýtur viðurkenningu vegna tóbaksmeðferðar