Félagsráðgjöf

Fólk sem þarfnast endurhæfingar vegna sjúkdóms eða fötlunar býr við misjafnar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður.

Félagsráðgjafar Reykjalundar vinna með sjúklingum og aðstandendum þeirra að úrlausnum félagslegra vandamála. Vandinn getur m.a. tengst fjármálum, búsetu, menntun, atvinnu, fjölskyldu o.fl. Félagsráðgjafar veita stuðning í persónulegum málum, upplýsingar um félagsleg réttindi og aðstoð við umsóknir þar að lútandi.

RáðgjöfÍ endurhæfingu þurfa fjölmargir þættir að haldast í hendur til að meðferðin beri sem bestan árangur. Eitt verkefni félagsráðgjafanna er að hafa milligöngu um og samræma þá þjónustu félagslega kerfisins sem veitt er utan Reykjalundar. Félagsráðgjafar hafa m.a. milligöngu í málum er varða Tryggingastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, stéttarfélög, lífeyrissjóði, þjónustu á vegum sveitarfélaga, hagsmunafélög o.fl.

Félagsráðgjafar taka þátt í starfsemi þeirra teyma sem starfrækt eru á Reykjalundi.