26.08.2016

Gestir frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

HjúkrunarfræðingarNýlega komu á Reykjalund gestir á vegum Nordplus - Norlys nets í hjúkrun, en þetta er samstarfsverkefni hjúkrunarfræðideildar HÍ og hjúkrunarfræðideilda á Norðurlöndum. Samkvæmt upplýsingum á vef Háskóla Íslands geta nemendur í hjúkrun sótt um að fara í skiptinám í einhvern af samstarfsskólunum í netinu, en einnig eru skipulögð hraðnámskeið. Gestirnir fengu móttöku og almenna kynningu um starfsemi Reykjalundar, auk þess að fara í skoðunarferð á hjúkrunardeildina Miðgarð, í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun.

Stýriskóli netsins er Metropolitan University College í Kaupmannahöfn.

Til baka